Gamli bærinn mun á morgun iða af lífi þar sem áhugafólk um menningu og handverk sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900 mun vera við störf og leiki á safnadeginum. Örsýning verður á fötum sem húsinu hæfa en það eru föt frá 1900-1930 og sr. Bolli Pétur Bollason leiðir áhugasama gesti um Gamla bæinn kl 15:30. Hlökkum til að sjá ykkur.