Á eyfirska safnadaginn 2. maí frá kl 11-17 munu öll söfn við Eyjafjörð (19 söfn og sýningar) opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Nóg verður um að vera þennan dag á söfnunm.  Hér má sjá dagskrá Eyfirska safndagsins  Á Minjasafninu mun Hörður Geirsson, safnvörður, sýna gestum safnsins hvernig nálgast má gamlar ljósmyndir með nýrri tækni. í Laufási milli kl 14 og 16 mun Laufáshópurinn sýna hvernig maður ber sig að við rósaleppagerð, skógerð og ostagerð. Í Nonnahúsi munu Zontakonur vera með leiðsögn um húsið. Komið og kíkið á okkur við tökum vel á móti ykkur!