Rútuferðir verða á söfnin við Eyjafjörð. Safnarúta 1: fer frá Akureyri kl 10 með viðkomu byggðasafninu Hvoli á Dalvík, Náttúrgripasafni Ólafsfjarðar, Síldlarminjasafni Íslands og Þjóðlagasetri sr Bjarna Þorsteinssonar. Safnarúta 2: fer frá Akureyri kl 12:30 í Útgerðarminjasafnið á Grenivík og svo í Gamla bæinn Laufás. Áhugasömum er bent á vefsíðuna www.sofn.is þar sem finna má nánari upplýsingar um það sem um er að vera þennan dag og brottfararstað safnarútanna tveggja.
Söfn fyrir börn í Eyjafirði Eftirfarandi söfn verða opin frá 11-17. Enginn aðgangseyrir er á EYFIRSKA SAFNADAGINN: Amtsbókasafnið, Davíðshús, Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið á Akureyri, Leikfangasýning Friðbjarnarhúsi Akureyri, Listagilið : sýning í Gallerý Boxi, Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Gamli bærinn Laufás, Holt – hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús Hákarla-Jörundar í Hrísey, Náttúrugripasafn Ólafsfjarðar, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði, Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafjarðarsveit, Útgerðarminjasafnið á Grenivík og Þjóðlagasetrið á Siglufirði.
Eyfirski safnadagurinn er stryrktur af Menningarráði Eyþings og rúturferðirnar eru styrktar af Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Grýtubakkahreppi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30