Námskeið í gerð faldbúnings í samvinnu Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Handraðans 18.-19. október n.k. í Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar  veitir Heimilisiðnaðarfélagið  s. 551-7800/ 551-500  einnig hægt að senda tölvupóst á    skoli@heimilisidnadur. Verð á námskeiði fyrir alla helgina er  26.000.

Faldbúnings námskeið í Eyjafjarðarsveit.

Nú er komið að öðrum tíma í  Faldbúnings námskeiðs ferlinu.

Helgina 18 – 19 október   koma kennarar  Heimilisiðnaðarfélagsins   á  Laugarland í Eyjafirði og halda áfram að kenna  að sauma þennan fallega búning.   Nýir nemendur velkomnir.

Allar upplýsingar um Faldbúninginn  og aðstoð  val á litum og mynstri  á pils .

Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka verður í fyrsta tíma.

 

Baldýrings námskeið.  

Baldýring eða gullsaumur er gömul útsaumsgerð sem   finnst víða um heim. Á Íslandi hefur þessi aðferð einna  helst verið notuð á þjóðbúningum og kirkjulegum útsaumi.    Kennd eru grunnatriði í baldýringu og uppsetning á upphlutsborðum. 

 

Perlusaumur  og flauelsskurður námskeið.

Kennt  að sauma   perlusaum og  flauelsskurð.

Útsaumsaðferðir sem notaðar eru til að skreyta meðal annars  kraga á faldbúningum.

 

Blómstursaumur námskeið.

Kennt að sauma blómstursaum sem er mikið notaður í útsaumá  faldbúnings pilsin.  Aðstoðað við val á mynstri á pils og litasamsetningu í jurtalituðu bandi.

 

Undirpils fyrir þjóðbúninga.

Ef næg þátttaka fæst verður einnig mögulegt  að bjóða upp ánámskeið í Undirpilsi fyrir þjóðbúninga.   Á þessu námskeiði er saumað undirpils fyrir 19. eða 20.aldarbúning.

- Klæðskerasniðið  undirpils  sem  fer vel undir   pilsinu og  lætur pilsið bera sig  betur.

 

Kennt er  á      Laugardag  kl 10.15-13.15      og síðan frá     14.00 -17.00

                á      Sunnudag  kl.  10.00- 13.00  og  síðan  frá.   14.00-  17.00

 

Verð á námskeiði fyrir alla helgina er  26.000,-    

 

Nánari upplýsingar  veitir Heimilisiðnaðarfélagið  s. 551-7800/ 551-500  einnig hægt að senda tölvupóst á    skoli@heimilisidnadur.is