Faldbúnings námskeið í Eyjafjarðarsveit.
Nú er komið að öðrum tíma í Faldbúnings námskeiðs ferlinu.
Helgina 18 – 19 október koma kennarar Heimilisiðnaðarfélagsins á Laugarland í Eyjafirði og halda áfram að kenna að sauma þennan fallega búning. Nýir nemendur velkomnir.
Allar upplýsingar um Faldbúninginn og aðstoð val á litum og mynstri á pils .
Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka verður í fyrsta tíma.
Baldýrings námskeið.
Baldýring eða gullsaumur er gömul útsaumsgerð sem finnst víða um heim. Á Íslandi hefur þessi aðferð einna helst verið notuð á þjóðbúningum og kirkjulegum útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu og uppsetning á upphlutsborðum.
Perlusaumur og flauelsskurður námskeið.
Kennt að sauma perlusaum og flauelsskurð.
Útsaumsaðferðir sem notaðar eru til að skreyta meðal annars kraga á faldbúningum.
Blómstursaumur námskeið.
Kennt að sauma blómstursaum sem er mikið notaður í útsaumá faldbúnings pilsin. Aðstoðað við val á mynstri á pils og litasamsetningu í jurtalituðu bandi.
Undirpils fyrir þjóðbúninga.
Ef næg þátttaka fæst verður einnig mögulegt að bjóða upp ánámskeið í Undirpilsi fyrir þjóðbúninga. Á þessu námskeiði er saumað undirpils fyrir 19. eða 20.aldarbúning.
- Klæðskerasniðið undirpils sem fer vel undir pilsinu og lætur pilsið bera sig betur.
Kennt er á Laugardag kl 10.15-13.15 og síðan frá 14.00 -17.00
á Sunnudag kl. 10.00- 13.00 og síðan frá. 14.00- 17.00
Verð á námskeiði fyrir alla helgina er 26.000,-
Nánari upplýsingar veitir Heimilisiðnaðarfélagið s. 551-7800/ 551-500 einnig hægt að senda tölvupóst á skoli@heimilisidnadur.is
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30