Hálf ertu heilagur andi, hálf ertu mold- mótsögnin í ljóðum Davíðs Sumardagskráin í Davíðshúsi heldur áfram. Síðast var fullt út út dyrum. Mætið tímanlega því aðgangur er takmarkaður.  Viðburðurinn er innifalinn í 1200 kr aðgangsgjaldi að safnin sem og ársmiða og dagðpassa. 

Hálf ertu heilagur andi, hálf ertu mold

- mótsögnin í ljóðum Davíðs

Það hefði hugsanlega verið nær lagi að nefna þennan dagskrárlið "Heildina í ljóðum Davíðs", því hið mótsagnakennda í ljóðum hans er einmitt það sem gerir þau heil.

 

Þegar hann lýsir hinni ævintýralegu Tínu Rondóní með þessum orðum: "Hálf ertu heilagur andi, hálf ertu mold", er hann að vísa til þess að hún er heil, hún er eins og hann, mannleg, breisk hugsjónavera.  Um hana segir hann líka: "Þú býrð yfir barnsins tryggð, höggormsins hrekkjum og slægð."  Það er ekki bara hún sem er mótsagnakennd og því heil, það er eitt einkennið á ljóðum Davíðs. Hann skapar í þeim flóknar, mótsagnakenndar persónur og aðstæður, hvort sem hann vísar í þeim inn á við eða út.

 

Til skáldskapargyðjunnar, lífsförunauts hans, kallar hann:

Tryll þú hug minn töfrasýnum,

tendra eld á vegum mínum,

unz ég hlýt þá náð að nema

nið frá vötnum þínum.

 

Davíð hefur verið kallaður maður mótsagnanna og sjálfur segir hann í bréfi til vinar síns:

".. e.t.v. hefur náttúran gefið mér meiri ástríður en sumum öðrum .. . Ég er þó á engan hátt að afsaka mig, hvorki fyrir öfgar mínar í ljóði né lífi.  ... Hvítt og svart — það eru mínir litir."

 

Um mótsögnina og heildina í ljóðum og lífi skáldsins, fjöllum við í fimmtudagsstundinni 30. júlí.    

 

Umsjón með dagskránni hefur Valgerður H. Bjarnadóttir,  húsfreyja í Davíðshúsi. 

Húsið er opið frá kl. 13 til 17 og tilvalið að nýta tækifærið til að skoða heimili Davíðs og drekka í sig fegurðina sem þar býr. 

 

Næstu viðburðir:

Fimmtudagur 6. ágúst

"Við erum sungnar í sekt og bann" - Rödd konunnar í ljóðum Davíðs

 

Fimmtudagur 13. ágúst

Gef mér ást til alls hins góða - trúin í ljóðum Davíðs


Aðgangseyrir kr. 1.200.-    Sjá nánar á www.minjasafnid.is 

Viðburðir í Davíðshúsi 2015 eru hluti af Listasumri á Akureyri www.listasumar.is