„Sestu hérna hjá mér …“ eru fyrstu línur ljóðabókarinnar Svartar fjaðrir eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, sem kom út fyrir 100 árum. Af því tilefni buðu Minjasafnið á Akureyri – Davíðshús, Menningarhúsið Hof og Amtsbókasafnið gestum til sætis í Hofi þar sem staðið var að myndarlegri dagskrá.
Á sviðinu var stofa í anda Davíðshúss þar sem María Pálsdóttir fékk í heimsókn Guðmund Andra Thorsson, Pétur Halldórsson og Valgerði H. Bjarnadóttur, sem ræddu um ljóðin og skáldið á heimilislegum nótum. Nóturnar voru þó fleiri því tónlistin er allt um kring í Svörtum fjöðrum og voru bæði flutt gömul en aðallega ný lög við ljóðin. Um það sáu Vandræðaskáld, Kammerkór Norðurlands, Ólafur Sveinn Traustason ásamt Styrmi Traustasyni og Eddu Borg Stefánsdóttur, Þórhildur Örvarsdóttir og Helga Kvam.
Verkefnastjórn mynduðu Haraldur Þór Egilsson Minjasafninu á Akureyri, Kristín Sóley Björnsdóttir Menninghúsinu Hofi, Berglind Mari Valdemarsdóttir frá Amtsbókasafninu og á fyrri stigum Hólmkell Hreinsson. Auk þess tók starfsfólk þessara menningarstofnanna virkan þátt í að gera þennan viðburð að veruleika. Einnig þökkum við Gunnlaugi Starra Gylfasyni fyrir ómetanlega aðstoð.
Uppbyggingarsjóður Eyþings og Norðurorka styrktu viðburðinn.
Skoða myndir: Svartar fjaðrir í Hofi - Gestaboð 10.11.2019
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30