Þorstein þekkja margir sem sundlaugarvörð, en hann er líka manna fróðastur um náttúru og sögu Hríseyjar. Hátt í áttatíu þáttakendur voru í sólstöðugöngunni. Í lok göngunnar var staldrað við á veitingahúsinu Brekku.
Í Hrísey eru merktar gönguleiðir og upplýsingaskilti á helstu viðkomustöðum. Allir sem ganga austur á eyjuna ættu að setjast niður í orkulautinni og upplifa fjallið Kaldbak sem gefur frá sér yfirnáttúrulegan kraft. Hvatastaðir eru fornbýli niður við sjó á austanverðri eyjunni. Þar eru tóttir og garðar vel sýnilegir. Um 1700 voru Hvatastaðir löngu komnir í eyði og túnið lyngi vaxið en annars er lítið um staðinn vitað.
Auðvelt er að ganga merktar leiðir í Hrísey á eigin vegum, en við Hvatastaði þarf að hafa alla gát, því snarbratt er niður í sjó. Frá Hrísey má sjá mikla ljósadýrð við mismunandi birtuskilyrði. Þannig sjást blossar frá Grímsey þegar sólin glampar á bílrúður eyjaskeggja. Í myrkri sjást ljósin á Dalvík, Árskógssandi, Hauganesi, Grenivík og bjarmi frá Akureyri. Þá er Hrísey sannkallaður nafli Eyjafjarðar.
Nú líður að því að viðgerðum á Gamla Syðstabæjarhúsinu ljúki. Húsið verður til sýnis frá og með 8. júlí, en síðan liggur fyrir að setja þar upp sýningar um sögu hákarlaveiða við utanverðan Eyjafjörð.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30