Aldrei hafa fleiri sótt þennan árlega viðburð sem skipar stóran sess í hjarta margra fjölskyldna en talið er að um 800 manns hafi sótt okkur heim þennan dag. Rúmlega 200 manns mynduðu hjarta til að þakka Rafeyrarmönnum fyrir hjartað í heiðinni.  Börn og fullorðnir skemmtu sér í m.a. pokahlaupi, reipitogi, búleikjum og gerð sjálfsmynda. Ófáar ferðir voru farnar með hestvagninum og bros skein af andliti hvers barns eftir stuttan túr á hestbaki. Fjölmörg börn nýttu sér kosningarétt sinn og kusu um nafn sumarsýningar safnsins sem fjallar um líf barna. Fyrstu tölur eru væntanlegar hér á síðunni í fyrramálið. Fylgist með!  Í byrjun næstu viku verða birtar ljósmyndir hér á vefnum.