Hópur barna úr sumarlestranámskeiði Minjasafnsins og Amtsbókasafnsins lesa nú í hverju horni á safninu.  Börnin fá  svo á eftir forvitnilega leiðsögn um safnið þar sem þau kynnast bænum sem þau búa í á annan hátt en þau eiga að venjast. Auk þess  læra þau um landnámið í firðinum, verslun, híbýli, trúarlíf, leik og störf landnámsfólksins áður en þau fara út í blíðuna.