Sérstök athygli er vakin á breyttri og forvitnilegri safnbúð þar sem finna má skemmtilegar þjóðlegar vörur sem tilvaldar eru í jólapakkann. Nefna má Aurum skartgripina eftir GuðbjörguKristínu Ingvarsdóttur, sjónlistaverðlaunahafa 2008, kökumót  og trefla (rósaleppaprjón) Héléne Magnússon, ljósmyndir í eigu Minjasafnins, jólasveina úr tré, vettlinga Kitschfríðar, kerti Höddu og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Safnið er opið um helgar frá 22. nóv – 21.des kl 14-16