Hér má sjá hjarta og drykkjarkrús eftir leirlistakonuna Margréti Jónsdóttur frá Akureyri. Í hjartanu og framan á krúsinni má sjá lógó safnsins sem er hluti af útskornu mynstri á kirkjuskáp frá Hrafnagilskirkju (1672). Skápurinn prýðir sýninguna Eyjafjörður frá öndverðu. Hjartaðog krúsin eru m.a. það sem til er í forvitnilegri safnbúðinni.