Á föstudaginn langa 2. apríl verður föstuganga í Laufás. Ákveðið hefur verið að leggja af stað frá Svalbarðskirkju kl.10.00, kapellunni á Végeirsstöðum kl. 11.00, og gengin Dalsmynnisleið. Frá  Grenivíkurkirkju verður farið kl. 12.00. Koma má inn í hópana hvar sem er á þessum leiðum. Áætlaður komutími í Laufás er um kl. 14.00. Matarmikil fiskisúpa með brauði verður í boði í Laufási á 1200kr. Lestur Passíusálma og ljúfir tónar hefjast svo í Laufáskirkju kl. 15.00 en þeirri stund lýkur kl 16:00.