Eyfirski safnadagurinn var með besta móti í Gamla bænum Laufási síðastliðinn laugardag. Rúmlega 120 manns skoðuðu bæinn og góður hluti þeirra gerði góðan róm af þjóðlegum veitingum í Gamla prestshúsinu. Gestir Laufásbæjarins skemmtu sér við að fylgjast með ostagerð Annýjar í Sveinbjarnargerði og fengu að smakka ýmsar gerðir osta um leið og þeir fengu tilsögn um gerð þeirra. Jenný Karlsdóttir sagði frá gerð sauðskinnskótaus og rósaleppa. Aðsóknin var þreföld á við sama dag í fyrra og er  það mjög ánægjuleg þróun. Starfsfólk Gamla bæjarins vill þakka gestum fyrir góðan dag og vonast til að sjá þá að ári!