Fræðsludagur safnaklasa Eyjafjarðar í samvinnu við safnaklasann í Þingeyjarsýslu var í gær fimmtudag. Fróðleg og forvitnileg erindi voru haldin auk þess sem safnafólk kíkti á ársgamla grunnsýningu Safnahússins, fór í heimsókn í Hvalasafnið og Reðasafnið á Húsavík. Þetta var góð ferð í alla staði. Með þessu er safnafólk á Norðausturlandi að efla tengslanet sitt og læra hvert að öðru.