Veturkonungur og öll hans hirð verða boðin velkomin til Akureyrar n.k. laugardag. Boðið verður upp á fjölskylduvænar leiðsagnir um allar sýningar safnsins, vetrarratleik um söfnin og laugardagsnammi eins og það gerðist gott í gamla daga. Farið verður í léttar og skemmtilegar leiðsagnir um sýningarnar Ertu tilbúin, frú forseti? kl. 13; um ævintýraheim kortanna kl. 14 og Akureyri bæinn við Pollinn með augum Vilhelmínu Lever, sem fyrst kvenna kaus í opinberum kosningum. Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir töfrar fram seiðmagnaða vetrartóna með sellói og söng kl. 15. Enginn fer úr safninu án þess að setja upp orðu að eigin vali og gerð enda föndurstöð til staðar. Já og leikhús landkönnuðarins. Sjón er sögu ríkari! Í Nonnahúsi er sýning um Sigríði móður Nonna. Einnig verður hægt að senda ömmu póstkort og ekki væri verra að segja hvað hefur gerst frá því á sumardaginn fyrsta þegar fjölmargir sendu ömmu sumarkveðju. Aðgangur ókeypis Gleðilegan vetur. Hlökkum til að sjá ykkur, Starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri