það voru um 200 manns sem fögnuðu komu vetrarins síðasta laugardag, fyrsta vetrardag. Fjölmargir tóku þátt í ratleiknum og leituðu að þórslíkneskinu um allt safn. Dregnir hafa verið út 3 fundvísir gestir. Það eru þau Sólmundur, Sóley María og Hekla Dís. Haft verður samband við vinningshafana  og í framhaldinu mega þau sækja vinningana á safnið. Mikla athygli vakti örsýning STOÐVINA á símtækjum. Þar mátti sjá símtæki af öllum gerðum í ýmsum litum. Stúlknakór Akureyrarkirkju söng veturinn inn og vel hefur tekist til því nú kyngir jú snjónum niður.  Vetrinum var því fagnað hér á safninu með pompi og prakt.