Hefur þú komið að rústum eyðibýlisins á Hvatastöðum? Hefur þú kynnst náttúruperlunni Hrísey? Nú er tækifærið að bæta úr því á Fullverldis- og skeljadögunum í Hrísey þar sem Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir gönguferð með leiðsögn um Hrísey laugardaginn 19. Júlí kl 16:00. Þorsteinn Þorsteinsson leiðir gönguna og mun segja frá Hrísey fyrr og nú. Gangan hefst á bryggjunni í Hrísey og tekur um tvo tíma.Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald er í gönguna.