Gangnavaka verður í Kaffi Laufási laugardagskvöldið 13. október kl 20:30. Veist þú hvað göngur og réttir eru? Þekkir þú orðatiltækin og réttu orðin sem tengd eru göngum og réttum? Ef ekki þá er tækifærið núna til að bæta í viskubrunninn. Komdu og þú verður margs vísari. Svipmyndir verða sýndar úr göngum og réttum, fjárglæfrasögur verða sagðar og söngur gangnamanna ásamt gagnamannadrápu mun óma um sveitir. Skemmtilegar teikningar af bæjunum sem eitt sinn prýddu Fjörðurnar og Látraströndina mynda umgjörðina um þann fríða flokk manna sem stíga á stokk þetta kvöld og áheyrendur þeirra. Gangnamannakaffi og fjöldasöngur setja svo punktinn yfir i-ið. Allir hjartanlega velkomnir - enginn aðgangseyrir