Það er ekki á hverjum degi sem grunnskólanemendur taka þátt í að búa til sýningu á söfnum. Nú er opnuð á Minjasafninu sýning sem er afrakstur verkefnis um Gásir sem nemendur í 6. bekk Giljaskóla unnu 2006-2007.Sýningin er öllum opin á laugardögum frá 14-16 til 24. nóvember.Nemendum í 4. og 5. bekk á starfssvæði safnsins verður boðið sérstaklega á sýninguna.

Verkefnið var unnið í samvinnu við fornleifafræðing, náttúrufræðing og sérfræðinga Minjasafnsins. Krakkarnir fóru í vettvangsferð að Gásum þar sem þau fengu að starfa eins og fornleifafræðingar við uppgröft. Þá kynntust þau starfi náttúrufræðings á vettvangi.

syningarfolk_400