Næstkomandi laugardag þann 3. nóvember kl 14-16 verður miðaldalegur blær yfir sýningunni Eyjafjörður frá öndverðu. Miðaldahópur Handraðans, Gásverjar sem taka þátt í Miðaldadögum á Gásum árlega, mun dytta að ýmsu smálegu sem viðkemur fatnaði og skóm. Ungur Gásverji mun vinna að hringabrynjunni sinni svo hún verði klár ef kemur til bardaga á Gásum þegar snjóa leysir. Vilt þú kynnast handverki frá miðöldum? Miðaldakaupstaðnum Gásum sem er hér í túnfætinum? Viltu kannski gerast Gásverji? Komdu og kíktu á okkur á laugardaginn. Við hlökkum til að sjá þig!