Vígalegur í garði Minjasafnsins
Sunnudaginn 7. júlí var hinn íslenski safnadagur. Líf og fjör var í húsum Minjasafnsins en þennan dag komu 900 gestir á Minjasafnið, í skáldahúsin og gamla bæinn Laufás.Margar og ólíkar sýningar eru í boði og á degi sem þessum mættu allir finna eitthvað við sitt hæfi og sem dæmi má nefna sýningar um landnám Eyjafjarðar, Norðurljós, skáldið Nonna og upphaf Akureyrar. Auk afþreyingar af ýmsu tagi þar sem hægt er að teikna norðurljós, tjá þau í dansi eða njóta kaffiveitinga í sumarsól við Laufás. Þessi ungi drengur sem sjá má á myndinni brá á leik í Minjasafnsgarðinum - en á safninu er hægt að klæðast ýmsum búningum frá fjölbreyttum tímaskeiðum, auk þess að kynnast bú-leikjum barna fyrr á tímum í gegnum leik á grasflötinni við Nonnahús.Minjasafnið þakkar þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sína á söfnin á safnadaginn kærlega fyrir komuna.