Afmælisganga um Bótina og Ytra-Þorpið fimmtudaginn 21. júní kl. 20.Að þessu sinni verður gengið um Bótina og Ytra-Þorpið. Göngustjóri er Hörður Geirsson, safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri og aðstoðarmaður Víðir Benediktsson "Bótari", skipstjóri og sögumaður.  Farið verður frá Ósi, í Sandgerðisbót stundvíslega kl. 20. Gangan tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir í tilefni stórafmælisins öll fimmtudagskvöld í sumar.