Svo vel hefur gengið að fá upplýsingar um ljósmyndir á sýningunni Þekkir þú... fjölbreytileika mannlífsins að bætt hefur verið við 14 óþekktum myndum. Þær eru flestar úr safni áhugaljósmyndarans Maríu Pétursdóttur og eru frá því eftir 1945.Á safninu er einnig að finna tvær aðrar áhugaverðar sýningar: Akureyri-bæinn við Pollinn og Eyjafjörð frá öndverðu.Aðgangur ókeypis. Opið er um páskana: skírdag, laugardaginn 22. mars og annan í páskum frá 14-17. Einnig er opið á sama tíma í Nonnahúsi.

Skarpskyggni gesta Minjasafnins á Akureyri á greiningu áður óþekktra mynda á ljósmyndasýninguni Þekkir þú...fjölbreytileika mannlífsins hefur gert það að verkum að nú er búið að setja nafn á fólk, híbýli og mannvirki á 80% þeirra. Safnið hefur því brugðið á það ráð að setja upp 14 óþekktar myndir til viðbótar á sýninguna sem gaman væri að fá greiningu á. Myndirnar eru flestar úr safni áhugaljósmyndarans Maríu Pétursdóttur. Þær eru teknar héðan og þaðan eftir stríð. Fólk er hvatt til að leggja leið sína á Minjasafnið og leggja hönd á plóg við að koma heiti á fólk og hús og segja til um hvert tilefni myndatökunnar var.

Á heimasíðu Minjasafnis www.akmus.is má finna fyrstu sýninguna í ljósmyndasýningarröðinni Þekkir þú.... en hún hét Þekkir þú...híbýli mannanna. 

Enginn aðgangseyrir er á safnið meðan á sýningunni stendur þar sem óskað er eftir samvinnu við bæjarbúa og gesti bæjarins um að greina myndirnar. Á safninu er einnig að finna tvær aðrar áhugaverðar sýningar um Akureyri- bæinn við Pollinn og Eyjafjörð frá öndverðu.

 Opið er um páskana: skírdag, laugardaginn 22. mars og annan í páskum frá 14-17. Einnig er opið á sama tíma í Nonnahúsi.