Það er gaman frá því að segja að Eyfirski safnadagurinn gekk afar vel á Minjasafninu. Á safnið komu fleiri gestir þennan dag í ár en á því síðasta. Margir komu og hlustuðu og sáu hvernig Hörður Geirsson nýtir tæknina til að koma myndum af glerplötum í tölvutækt form og hvernig hægt er að vinna þær áfram með tölvuforriti. Ljúfir tónar harmonikkuleikara, sem komu í tilefni harmonikkudagsins,  liðu um sýningarsali hússins um leið og gestir kynntust lífinu á Akureyri um 1900 og allt aftur til landnáms. Starfsfólk Minjasafnsins þakkar gestum þennan dag fyrir ánægulega heimsókn.