Fjöldi gesta lagði leið sína á safnið um páskana. Ljósmyndasýningin Manstu - vetrarbærinn Akureyri fékk fólk á öllum aldri til að rifja upp gömlu góðu dagana þegar allt var á kafi í snjó, hestar drógu mjólkursleða og börn og fullorðnir skautuðu á Pollinum. Á páskadag var fermingarmessa í kirkjunni. Hún var vel sótt eins og venjan er á slíkum tímamótum. Við þökkum góðum gestum fyrir komuna!