Hátt í 500 manns heimsótti Gamla bæinn Laufás á íslenska safnadaginn síðastliðinn sunnudag. Það myndaðsti skemmtileg stemning bæði meðal "íbúa", sem klæddust fatnaði eins og tíðkaðist á 19. öld, og gesta á staðnum.  Íbúarnir unnu flest þau störf sem vinna þurfti í slíku sveitasamfélagi og gestir fylgdust andaktugir með en inn á milli var slegið á létta strengi. Á túninu var stigin öflug og spennandi glíma bæði meðal barna og fullorðna. Takk fyrir komuna!