Hvað uppgötvuðu danskir leiðangursmenn sem komu til Akureyrar til að rannsaka norðurljós árið 1899-1900? Veistu þú hver Harald Moltke og hvert hlutverk hans var í leiðangrinum? Svör við þessum spurningum og mörgum fleirum færð þú á Minjasafninu á Akureyri fimmtudagskvöldið 13. júní kl 20. Þá verður boðið uppá leiðsögn um sumarsýningu Minjasafnsins á Akureyri Norðurljós - næturbirta norðursins og gönguferð uppá Höfða. Þar reistu leiðangursmenn sér rannsóknarstöð sem einnig var vinnustofa málarans Haralds Moltke. Leiðsögumenn eru þeir Hörður Geirsson sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnsins og Haraldur Þór Egilsson safnstjóri. Leiðsögnin hefst á Minjasafninu og aðgangseyrir er kr 900.Minnum á að hægt er að kaupa árskort á safninu á kr 3000. Tilvalið fyrir áhugasama safngesti!