Hefur þú séð garnastrengja fiðlu? Viltu komast í snertingu við fortíðina, kynnast handbragði miðalda eða 19. aldar sveitasamfélagsins? Langar þig jafnvel til að læra slíkt handbragð? Laugardaginn 19. nóvember fagnar handverksfélagið Handraðinn 10 ára afmæli sínu á Minjasafninu á Akureyri með sýningu og kynningu á starfi félagsmanna. Handraðinn er rúmlega 100 manna félag fólks sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins hvort sem er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru. Fyrir um 20 árum byrjuðu nokkrar konur að koma saman á Minjasafninu á Akureyri fyrir jól og þar sem þær steyptu kerti, spunnu á rokk og skreyttu jólatré í þeim tilgangi að safna saman áhugasömu fólki um að viðhalda þekkingu um notkun munanna sem safnið varveitti. Hópurinn tekur þátt í starfsdögum í Gamla bænum í Laufási, þar sem líkt er eftir lífinu í bænum. Í tengslum við miðaldakaupstaðinn Gásir í Eyjafirði var stofnaður félagsskapur Gásverja sem kemur fram á Miðaldadögum ár hvert, setur upp búðir og endurskapar andrúmsloft miðaldakaupstaðarins. Þessir tveir hópar mynda saman Handraðann sem stofnaður var 22. nóvember 2001. Miðaldahópur Handraðans, sem vinnur ötullega að því að endurskapa fatnað, áhöld, og annað sem tengist miðöldum sýnir fatnað og skó, trékistur, eldsmíðaða hnífa, nagla og bönd. Gásverjar eru líklegir til að draga upp hljóðfæri og leika við tóneyra viðstaddra. Laufáshópurinn verður með lifandi gínur sem sýna 19. aldar búninga og hinn margþætta saumaskap íslenska búningsins. Tóvinnan verður í hávegum höfð og hægt að fá að reyna sig við þá iðju. Þá verður einnig unnið úr ull og horni og sýndir spænir. Sýndar verða ölhænur, sem eru skálar með fuglshaus og stéli, og notuð voru til drykkjar. Unnið verður úr horni og sýndir spænir. Svo fátt eitt sé nefnt. Það verður því líf og fjör á Minjasafninu á Akureyri milli 14-16 laugardaginn 19. nóvember og enginn ætti að láta hið margrómaða starf félaga Handraðans framhjá sér fara og kynna sér handverk og verkkunnáttu fyrri kynslóða.
Enginn aðgangseyrir á laugardaginn.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30