Laugardaginn 18. október kl 14- 16 verður hægt að fylgjast með hvernig kindahausar og lappir eru sviðin og það sem margir myndu kalla alvöru sláturgerð. Fyrir áhugasama verður hægt að smakka heimagerða kæfu, slátur, fjallagrasabrauð og fjallagrasamjólk. það er því tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási. Tóvinnufólk verður að störfum í baðstofunni og forvitnilegur markaður með handverki og ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður til sölu í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu.