Hefur þú smakkað reyktan bringukoll, fjallagrasaslátur eða heimagerða kæfu? Ef ekki þá skaltu grípa tækifærið og kíkja í heimsókn í Laufás á laugardaginn!! Það verður margt verður um að vera í Laufási á laugardaginn, 16. október, kl 13:30-16. Dagskrá dagsins hefst með messu í kirkjunni. Að henni lokinni verða haustverkin unnin sem tilheyrðu þessum árstíma í gamla sveitasamfélaginu.