26. mars 1900 heimsóttu vísindamenn úr dönskum norðurljósaleiðangri „Höllina” á Súlum í síðasta sinn ásamt akureyrskum vinum sínum. „Höllin“ var kofi sem byggður var nálægt tindi fjallsins og þar höfðust við 1-2 vísindamenn í janúar-mars árið 1900.30. ágúst verður fjallaförin endurtekin í samstarfi Icelandair hótel Akureyri og Minjasafnsins á Akureyri. Gengið verður með leiðsögn í fótspor norðurljósamannanna í viðeigandi búningum frá 1900 og skálað í kampavíni á fjallstindinum. Gangan hefst kl. 9:00 við Icelandair hótel Akureyri þar sem sameinast verður í einkabíla. Ráðgert er að ferðinni ljúki um 14:00. Skráningargjald 1.000 kr innifelur leiðsögn og freyðivínsglas. Skráning í síma 518-1000 eða á akureyri@icehotels.is fyrir 28. ágúst.