Í tengslum við sýninguna vill safnið efla varðveislu á myndum úr einkaeigu. Hver veit nema í fjölskyldualbúminu leynist myndir sem ættu heima á safni? Föstudaginn 2. ágúst verður Hörður Geirsson, ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri, í Leikhúsinu á Möðruvöllum, og tekur stafræn afrit af myndum milli 13 og 17.
Þá fara stórskemmtilegir sagnamenn úr Hörgársveit á flug laugardaginn 9. ágúst, segja sögur úr sveitinni, bæði sennilegar og ósennilegar og spjalla við gesti og gangandi. Heitt verður á könnunni en ekki í kolunum.
Aðgangur er ókeypis á sýningarnar sem styrktar eru af Menningarráði Eyþings og Landsbankanum.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30