Votplötutæknin byggir á því að negatífa er tekin á gler- eða málmplötu sem þakin er kollódíonblöndu sem inniheldur joðsilfur og er síðan framkölluð með pyrogallicsýru. Ljósnæm himnan er ekki borin á plötuna fyrr en á staðnum rétt áður en myndin er tekin. Platan er því enn vot og af því dregur aðferðin nafn sitt. Plöturnar eru lengi að taka við sér og því er myndin tekin á löngum tíma og framkalla verður plötuna strax að lokinni myndatöku. Það krefst því mikils búnaðar að taka myndir með þessum hætti því auk myndavélarinnar þarf að ferðast með alla vökva sem til þarf og einnig með sjálft myrkraherbergið. Hörður hefur smíðað stærstan hluta þessa sértæka búnaðar sjálfur.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30