Afmælisganga um minjasvæðið á Gásumfimmutdaginn 19. júlí kl. 20.
Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað.Herdís S. Gunnlaugsdóttir, leiðsögumaður leiðir göngugesti í gegnum sögu kaupstaðarins og svarar spurningum eins og “Hvað áttu Þórður kakali og Guðmundur dýri sameiginlegt” og “Hverjir áttu viðskipti á Gásum og hvaðan komu þeir”? Gangan hefst á bílastæðinu, tekur um klukkustund og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafírði, 11 km norðan við Akureyri. Árlega eru þar haldnir Miðaldadagar, lifandi hátíð þar sem endursköpuð er stemning kaupstaðarins á 13 öld. Næst 20.-22. júlí. Nánar á www.gasir.is Afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á göngur öll fimmtudagskvöld í sumar í tilefni stórafmælisins.