16.06.2015
Fyrsta konan sem kaus til sveitarstjórnar á Íslandi, Maddama Vilhelmína LeverVilhelmína var fædd 1. mars 1802, dáin 19. júní 1879. Hún var dóttir Þuríðar Sigfúsdóttur og Hans Vilhelms Lever kaupmanns á Akureyri, sem kenndi Akureyringum kartöflurækt.Merkiskonan Vilhelmína, sem var kölluð „borgarinna“ eða „höndlunarborgarinna, hefur fram að þessu ekki farið hátt eða verið umrædd í sagnfræðiritum. Hún fór þó sjaldan troðnar slóðir sem ætlaðar voru konum. Þannig keypti hún sér lóð 1835 og hóf verslunarrekstur ári síðar. Árið 1861 opnaði hún veitingasölu á Oddeyri og rak hana um árabil, var hún þá gjarnan kölluð „Vertshús-Mína“. Í fyrstu sveitastjórnarkosningunum tókst henni að greiða atkvæði fyrst kvenna.Um þessa merku konu verður fjallað í göngu 18. júní sem hefst við Laxdalshús kl. 20.