Sýningin Í skugganum segir sögu fyrstu kvennanna sem lögðu stund á ljósmyndun í danska konungsveldinu, nýlendum þess og Bandaríkjunum frá 1872 og fram til 1925. Á Akureyri er Anna Schiöth fulltrúi þessara 10 kvenna.
Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að konurnar sem sköpuðu ljósmyndirnar sinntu verkum sínum í skugganum, í bókstaflegri merkingu – það er að segja á bak við myndavélina. Yfirskriftin vísar hins vegar einnig í það að þessar konur stóðu oftast í skugga karlkyns starfsbræðra sinna og verk þeirra voru jafnvel eignuð eiginmönnum þeirra. Þannig hafa margar konur sem störfuðu við ljósmyndun aldrei fengið sinn réttmæta sess á spjöldum sögunnar. Á þessari sýningu fá konur í hópi frumkvöðla í ljósmyndun í fyrsta sinn að stíga út úr skugganum og taka sér það rými í sögu ljósmyndunar sem þær eiga með réttu tilkall til.
Allar áttu þær sameiginlegt að með ljósmyndum sínum skrásettu þær eigin samtíma og samferðafólk. Ljósmyndir þeirra eru í dag merk heimild um sögu og liðna tíma.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30