Inger Jensen vinnur með ullina í Gamla bænum í Laufási frá kl 9-18. Eftir að gestir Gamla bæjarins hafa fylgst með ullarþæfingu og fleiru geta þeir notið eyfirskra veitinga í Gamla Presthúsinu.
Sr. Solveig Lára, prestur í Möðruvallaklausturskirkju, messar undir berum himni á Gásum kl 11. Kirkjukórinn mun leiða sönginn undir styrkri stjórn organista kirkjunnar og að messu lokinni gefst messugestum kostur á að ganga um svæðið með Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, verkefnisstjóra Gásaverkefnisins.
Nonnahús og Minjasafnið standa fyrir gönguferð um Nonnaslóð. Leiðsögumenn verða Brynhildur Pétursdóttir, safnstjóri Nonnahúss, og Haraldur Egilsson, safnkennari Minjasafnsins.
Í Hrísey verður sýning opnuð í Gamla Syðstabæjarhúsinu kl 14. Ásgeir Halldórsson segir frá félaginu Hákarla –Jörundi sem stendur fyrir endurbótum á húsinu. Auk þess verður margt annað um að vera í eyjunni þennan skemmtilega dag. Lifandi tónlist verður við Syðstabæjarhúsið, skoðunarferðir verða um eyjuna með traktor, Ölduhús verður opið, boðið veður uppá gönguferðir þar sem Þorsteinn Þorsteinsson leiðsegir og kaffihlaðborð verður á veitingahúsinu Brekku.
Aðgangur er ókeypis að sýningum Minjasafnsins, Gamla bænum í Laufási, Syðstabæjarhúsinu og Ölduhúsi ásamt þátttöku í gönguferðum.
Í tilefni dagsins mun Eyfar ehf veita afslátt af fargjöldum í Hríseyjarferjuna.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30