Það verður margt um að vera á Íslenska safnadaginn 8. júlí n.k.

Minjasafnið á Akureyri

Safnið fagnar 50 ára afmæli sínu og 150 ára afmæli Akureyrar með ljósmyndasýningunni Manstu... Akureyri í ljósmyndum. Þar gefur að líta þennan 150 ára gamla bæ frá ýmsum sjónarhornum á ólíkum tímum. Andi 1962 er þó ríkjandi í stofunum með húsgögnum, munum og ljósmyndaalbúmum. Í bíóstofunni eru sýning Manstu... Akureyri í kvikmyndum sem er  einstök myndasyrpa frá Kvikmyndasafni Íslands, Akureyri 1907-1970.

Sýningin teygir anga sína út fyrir veggi safnsins í Minjasafnsgarðinn. Innan um trén hefur andi 1962 tekið sér bólfestu í ljósmyndum og auglýsingum frá afmælisárinu 1962.

h2472_400

Aðrar sýningar safnsins eru Akureyri – bærinn við Pollinn & Eyjafjörður frá öndverðu, sem fjalla um lífið og tilveruna frá landnámi fram á okkar daga. Sýningar fyrir alla fjölskylduna.

Opnunartími: 10-17 alla daga

Enginn aðgangseyrir á íslenska safnadaginn

Nonnahús

Nonnahús er eitt af kennileitum Akureyrar. Af hverju? Húsið er 19. aldar heimili en er þekkt um víða veröld fyrir 12 ára snáðann sem þar bjó til 1870 er hann hélt í ferðalag á vit óvissunnar. Ferðalagið hefur í raun ekki tekið enda þótt Jón Sveinsson, Nonni , hafi fallið frá árið 1944. Sögurnar frá bernskuárunum á Akureyri og Eyjafirði gripu lesendur strax árið 1913, og hafa þær verið gefnar út í yfir 50 löndum og selst í sex milljónum eintaka. Nonni var þekktasti listamaður Íslendinga á erlendis á fyrri hluta 20. aldar og kepptist við að kynna land og menningu þjóðar sinnar hvar sem hann fór.

Í Nonnahúsi getur þú kynnst þessum merkilega snáða og fjölskyldu hans.

nonnaboknonnb3_400

Opnunartími: 10-17 alla daga

Enginn aðgangseyrir á íslenska safnadaginn

 Gamli bærinn Laufás

Starfsdagdagar í Gamla bænum Laufási eru líflegir og fróðlegir og í ár verður engin breyting þar á. Dagskráin hefst kl.  13:30 með samverustund í Laufáskirkju  sem sr. Bolli Pétur Bollason leiðir ásamt tónlistarfólki. Á starfsdeginum verður hægt að sjá og kynnast handtökum gamla sveitasamfélagsins.