Minjasafnið á Akureyri býður uppá leiðsögn kl 14 og 15 þennan dag um sumarsýningu safnsins Norðurljós- næturbirta norðursins. Sýningin samanstendur af málverkum og ljósmyndum. Málverkin eru eftir danska málarann Harald Moltke.  Hann var í hópi vísindamanna frá  dönsku veðurstofunni sem kom gagngert til Akureyrar 1899 til að rannsaka norðurljósin. Ljósmyndirnar tók áhugaljósmyndarinn Gísli Kristinsson frá Ólafsfirði á síðasta ári. Í Gamla bænum Laufási verður boðið uppá leiðsögn um bæinn kl 14. Áhugasamir gestir geta smakkað grasate og starfsfólk Pólarhesta munu teyma undir yngstu gestunum milli kl 14 og 16. Skáldahúsin þrjú á Akureyri Nonnahús. sem tileinkað er barnabókarithöfundinum Jóni Sveinssyni - Nonna, Sigurhæðir, hús þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar og Davíðshús, hús hins ástsæla skálds og rithöfundar Davíðs Stefánssonar, verða opin þennan dag. Benda má á að opnunartími í Davíðshúsi og Sigurhæðum er frá kl 13-17, í Laufási 9-17 og Minjasafninu og Nonnahúsi kl 10-17. Frítt er á þessi söfn í tilefni dagsins.