Vert er að vekja athygli á að starfsfólk safnsins hlustar gjarnan á álfasögur úr héraði og af öllu landinu frá gestum sínum þennan dag ásamt því að skrá þær niður.
Í GAMLA BÆNUM LAUFÁSI í umhverfi frá aldamótunum 1900 verður hægt að smakka á rabbabarasaft og jurtatei um leið og gestir gera sér glaðan dag og ganga um bæinn. Vert er að benda gestum á baðstofuna sem hefur verið gerð upp eftir kúnstarinnar reglum auk þess sem mikil endurnýjun/viðgerð hefur átt sér stað í bænum undanfarin ár sem athyglisvert er að líta á um leið og þeir ganga um og kynnast sögu hans.
Bernskuheimili hins ástsæla barnabókarithöfundar Jóns Sveinssonar NONNAHÚS býður öllum áhugasömum gestum að kíkja inn og virða fyrir sér meðal annars þær bækur sem þar eru. Nonni skrifaði 12 bækur, sem þýddar hafa verið á 40 tungumál, hélt 5000 fyrirlestra víða um heim og var í raun nokkurs konar sendiherra Íslands í útlöndum á þeim tíma. Í Nonnahúsi má m.a. sjá brot af þeim bókum sem þýddar hafa verið eftir hann m.a. bækur á japönsku og esperanto. Í húsinu má einnig sjá myndskreytingar úr bókum víða um heim og muni sem tengjast Nonna og fjölskyldu hans.
Í tilefni dagsins er frítt inní söfnin þrjú og fjölskyldur smáar sem stórar hvattar til að kíkja í heimsókn.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30