Þetta er eingöngu brot af þvi sem þeir 730 gestir sem heimsóttu miðaldakaupstaðinn í dag fengu að berja þar augum. Perlur, gler, strútshettur, luktir, skartgripir, sverð og brynjur skiptu um eigendur og litlum riddurum skaut upp eins og gorkúlum á svæðinu. Enn er möguleiki að upplifa þessa einstöku stemningu og fræðast um það sem fram fór á Gásum á miðöldum. Hér má sjá dagskrána í heild sinni. Aðgangseyrir 1000 kr fyrir 14 ára og eldri, 13 og yngri 250 kr en þeir sem eru minni en miðaldasverð fá frítt inn.