jólaundirbúningur verður í Gamla bænum Laufási sunnudaginn 2. desember. Aðventustund verður í kirkjunni kl 13:30. Henni stýrir sr. Bolli Bollason. Frá kl 14 geta áhugasamir gestir gengið um bæinn og upplifað undirbúning jólanna á sveitaheimili í byrjun 19. aldar. Steypt verða kerti og falleg mynstur verða skorin út í laufabrauð og það síðan steikt. Eins og endranær verður boðið uppá góðgæti fyrir munn og maga. Stóra spurningin er þó hvort jólasveinarnir muni kíkja í bæinn. Ætli þeir fáist fyrr til byggða?