Jólastemningin var mikil í Gamla bænum í Laufási síðastliðinn sunnudag þegar sveitin angaði af hangikjöti og kúmenkaffi. Jólasveinarnir komu í heimsókn og reyndu sig við laufabrauðsútskurð og höfðu þeir gaman af. 300 manns leituðust eftir því að upplifa jólaundirbúninginn eins og hann var í gamla daga í íslensku sveitasamfélagi og góður rómur var gerður af því sem fyrir augu þeirra bar.