Jólaundirbúningurinn hefst með því að Þór Sigurðarson og Georg Hollanders flytja gamlar íslenskar stemmur og jólalög kl 14 í Laufáskirkju.
Í Gamla bænum mun eldur loga á hlóðum og krauma í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Hangikjötsilmur læðist um híbýlin og lokkar til sín fyrsta jólasveininn, Stekkjastaur, á leið hans til byggða. Börn á öllum aldri geta reynt sig við að gera jólaskraut eins og tíðkaðist á þessum tíma og unnið verður að kertagerð. Fjölbreytt flóra gamalla jólatrjáa verður til sýnis í Gamla bænum. Yndislegur ilmur mun breiðast um híbýlin þar sem hellt verður uppá hið rómaða kúmenkaffi og gestum boðið að smakka ásamt hangikjöti og laufabrauði. Jólamarkaðurinn verður í skálanum og lifandi jólatónlist mun óma um sveitina.
Kakó og smákökur verða af þessu tilefni til sölu í nýlegum veitingasal Gamla Prestshússins.
Það er Laufásshópurinn ásamt fjölda annarra velunnara Gamla bæjarins sem gerir það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt.
Aðgangseyrir er kr. 500- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börnin.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30