Safninu barst þessi frábæra jólagjöf frá Ástu Þengilsdóttur. Á jólum 1936 fengu systurnar Ásta, 6 ára og Guðrún Þengilsdætur þetta strengjahljóðfæri í gjöf frá sambýlisfólki sínu á Sigurhæðum, Aðalbjörgu Jónsdóttur,Páli Bjarnasyni og börnum þeirra Aðalgeir og Guðnýju. Páll var símvirki og þúsundhjalasmiður og smíðaði hörpuna sem var þeim systrum mikill gleðigjafi.Harpan er nú í örsýningu safnsins Hvað var í pakkanum.