Það er hangikjötsilmur í loftinu, einhverjir skringilegir karlar eru á ferli í bæjargöngunum og fólk við jólaundirbúning um allan bæinn. Hvað er á seiði? Jólaandi liðins tíma verður á sveimi í Gamla bænum í Laufási sunnudaginn 4. desember kl. 13:30-16.

Aðventudagur í Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra, en hann verður haldinn n.k. sunnudag 4. desember kl 13:30 og 16. Þá gefst tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Í augum lágvaxinna gesta verður hápunktur dagsins eflaust heimsókn árstíðabundinna gesta en ef að líkum lætur munu jólasveinar úr Dimmuborgum koma í heimsókn. Einnig verður hægt að kitla bragðlaukana og hlýða á jólastemmur og ljúfa harmonikku tóna í bland við fiðluleik.

 

Jólaundirbúningurinn hefst með jólastund í Laufáskirkju kl 13:30 í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar. Yngri barnakór Akureyrarkirkju kemur í heimsókn og syngur jólalög. Eva Margét og Þóra Björk leika ljúfa tóna á harmonikku og fiðlu.

Í Gamla bænum mun eldur loga á hlóðum og krauma í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Ilmur af nýreyktu hangikjöti læðist um híbýlin og hægt verður að smakka á þeim og öðrum kræsingum s.s jólagraut og bringukollum. Unnið verður að tólgarkertagerð, tálgað úr tré, spunnið úr ull ásamt öðru. Þá geta börn á öllum aldri föndrað jólaskraut eins og tíðkaðist áður fyrr. Gripið verður í spil og púkkið rifjað upp með öðrum

 

Kvæðasöngur með jólalegum blæ eins og kvæðamannafélagi Gefjunar er einu lagið mun fylla hvern krók og krima í Gamla bænum um leið og yndislegur ilmur hins rómaða kúmenkaffis leikur um vit gesta. . Í Gamla prestshúsinu verður jólamarkaður úr héraði en þar kennir ýmissa grasa.

gömlum spilum.

 

Ilmur jólanna og iðandi mannlíf lokkar án efa jólasveina alla leið frá Dimmuborgum í Gamla bæinn og þá verður nú kátt í Gamla bænum Laufási!

 

Í Gamla prestshúsinu verður handverk úr héraði til sölu ásamt ilmandi smákökum, kakói og kaffi undir jólalegum harmonikkuleik Evu Margrétar Árnadóttur.

 

Það er Laufáshópur Handraðans, Kvæðamannafélagið Gefjun  ásamt fjölda annarra velunnara Laufáss sem gerir það mögulegt að hægt er að upplifa jólaundirbúning gamla sveitasamfélagsins á þennan hátt.

 Aðgangseyrir er kr. 700- fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börnin. KEA-kortið veitir 50% afslátt.