Ketkrókur
Ketkrókur

Jólasveinarnir úr Dimmuborgum í Mývatnssveit ætla að heimsækja Minjasafnið og Nonnahús á laugardaginn til að líta á jólasýningarnar og syngja.

Á Minjasafninu eru sannkölluð stofustemning á jólasýningunni Jólin koma… Á neðri hæðinni er jólafjallið og óþekktu jólasveinarnir og á tónlistarsýningunni ætlar Sigurður Ingimarsson að leiða söngstund áður en jólasveinarnir birtast.

Í Nonnahúsi gefur að líta jólaskraut fortíðarinnar, ýmsa jólasveina gripi og glefsur úr dagbókum Sveins þar sem jólin og undirbúningur þeirra koma fyrir.

Ókeypis er fyrir fullorðna í fylgd með börnum. – Annars er miðinn á 2000 kr og gildir út árið 2024 – já næsta ár er handan við hornið.

Ef þú átt safnamiða frá 2023 gildir hann auðvitað út árið.

Jólasvöngvar kl. 13:30 - Jólasveinar kl. 14:00

The Yule Lads in Mývatn have heard great things about the Christmas exhibition at Nonni‘s house and Akureyri museum. They intend to come and see for themselves and join the Christmas singalong.

The event is free for all grown-ups accompanied by children.