tré smíðað 1957
tré smíðað 1957
Jólatrésskógur  sprettur upp núna um helgina í akureyskri stemningu í grunnsýningu Minjasafnins: Akureyri – bærinn við Pollinn. Bernskujólatrén, sem félagar úr Laufáshópnum hafa grafið uppúr pússi sínu eða gert eftirlíkingar af, setja jólalegan blæ á sýninguna fram til 20. desember. Opnunartími safnsins er á laugardögum og sunnudögum kl 14-16 til 20. desember.  aðventunni á safninu má sjá leikföng sem sjálfsagt hafa glatt margt barnshjartað einhver jólin fyrr á tíðum og þau bera með sér anda liðinna tíma í sýningunni Allir krakkar, allir krakkar – líf og leikir barna. Í henni má einnig sjá jólaskreytta skólastofu frá því í kringum 1950 og unglingaherbergi frá 7. áratug síðustu aldar eða kannski mætti segja herbergi krakka sem eru rétt að fylla fjórða tuginn og þeirra sem eru rétt kominn yfir á fimmtugsaldurinn. Jólaljós, jólalegar ljósmyndir og gömul jólakort ásamt fróðleik um drauma barna má auk þess sjá á Minjasafninu í aðventunni.