Jólin á safninu
Jólin á safninu

Það er margt um að vera í aðdraganda jólanna á safninu bæði sýningar og viðburðir.

Jólasýning

Nonnahúsi hefur tímabundið verið breytt í jólahús. Þar gefur að líta hvaðeina sem snýr að jólahaldi. Snertu á og þefaðu af jólunum á tilraunaborðinu eða gerðu jólakort eða merkimiða.
Jólafjallið og óþekktu jólasveinarnir eru eins og áður á Minjasafninu. Komdu og kíktu í jólafjallið, skoðaðu óþekktu jólasveinana og klæddu þig í alvöru jólasveinabúning.

Viðburðir:

3. desember kl. 13-15 verður jólaföndur Jonnu og Bildu

10. desember kl. 13:30 Flautukór Tónlistarskólans á Akureyri

10. desember kl. 14:00 Syngjum saman með Svavari Knúti

9. - 10. desember Litla ljóðahátíðin í Davíðshúsi - sjá nánar dagskrá

11. desember kl. 16-17  í Davíðshúsi - píanónemendur Tónlistarskólans á Akureyri vígja nýuppgerðan flygil hússins.

Já og svo heimsækja jólasveinar úr Mývatnssveit safnið - nánar auglýst síðar þegar fréttist af ferðum þeirra.