Það voru hátt í 200 manns sem kom í Jónsmessuvökuna í Laufási í gær. Bekkurinn í kirkjunni var þétt setinn á erindi Bjarna Guðleifssonar þar sem hann lýsti þjóðareinkennum Íslendinga eins og honum einum er lagið. Ómfagur söngur og undirleikur þeirra Birgis Björnssonar, Heimis Ingimarssonar og Jónínu Bjartar Gunnarsdóttur ómaði um allt. Forvitnilegur fróðleikur um fráfæur, jurtir og jónsmessu vakti athylgi gesta og fóru þeir margs vísari heim. Grasaystingur var gerður á hlóðum út á flöt og gestir gæddu sér á honum, skyri og nýgerðu smjöri. Félagar úr Þjóðháttafélaginu Handraðanum bróderaði og sýndi handverk inní Gamla bænum. það var því sannarlega líf og fjör í Laufási þetta fallega og kyngimagnaða sumarkvöld.